BuiltWithNOF
Hjólað frá Reykjavík til Ísafjarðar
og Flateyrar

 

Áfangi III;

 Sælingsdalur – Bjarkarlundur

 Mánudagurinn 30-05 2005

Ég vaknaði eldsnemma við háværan fuglasöng en tókst að sofna aftur. Það var sama góða veðrið og í gær og ekkert mál að elda og borða úti í blíðunni. Hitinn ca 4-7° logn, en ekki alveg heiðskýrt. Við lögðum af stað um kl. 10.  Vegurinn sem við tók yfir Svínadalinn er ómalbikaður og var hann frekar grófur og myndaðist þó nokkuð rykský frá bílunum sem við mættum. Vindurinn var á móti okkur alla leiðina að Skriðulandi og stoppuðum við þar á bensínstöðinni. Á fjölmörgum ferðalögum vestur hef ég aldrei áður stoppað í veitingastofunni í Skriðulandi. Þar tók á móti okkur tók mjög brosmild og innileg stúlka sem fannst við voðalega sniðugir að nenna þessu hjóliríi. Það var minnsta mál að fá að setja allar græjurnar í hleðslu og þar sem kokkurinn var fyrir sunnan þá hitaði hún samlokur fyrir okkur og lagaði kaffi.

Garpar við SkriðulandVið stoppuðum þarna í um það bil tvo tíma og var Qtek græjan tekin fram og skrifaðar nokkrar línur til að koma á bloggið. Þarna voru fyrstu myndirnar líka sendar á bloggið en lesendur höfðu kvartað undan því að engar myndir væru komnar. 

Það var komið logn þegar við fórum frá Skriðulandi og heiðskírt. Gilsfjörðurinn var nánast spegilsléttur og á leiðinni yfir þverun fjarðarins keyrði Ingibjörg frænka fram á okkur. Hún var á leið í sumarbústaðinn í Langadalnum með Oddnýju vinkonu sinni í afslöppunarferð. Anna Lóa systir (mamma Ingibjargar) hafði sagt þeim að við værum á leiðinni vestur  og buðu þær okkur í mat þegar við kæmum í Langadalinn. Í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi var stoppað og fengum við okkur ís. Fannst okkur við þurfa að fá kælingu í góða veðrinu.  Mjög fallegt útsýni er af hálsinum þar sem Kaupfélagið er og sést vel út yfir Breiðafjörðinn þaðan. Við höfðum ákveðið að gista í Bjarkarlundi um nóttina. Í Króksfjarðarnesi hringdum við í Hótel Bjarkarlund til að panta herbergi en var okkur þá tjáð að þar væri allt fullbókað, nokkuð sem við höfðum ekki átt von á. Við yrðum þá bara að vera eina nótt til viðbótar í tjaldinu. Veðrið á leiðinni úr Króksfjarðarnesi í Bjarkarlund var meiriháttar og ekki spillti umhverfið. Lítil umferð var og rúlluðu hjólin þangað nánast sjálf. 

Þegar við komum í Bjarkarlund nenntum við ekki að elda og pöntuðum okkur hamborgara með frönskum, sósu og salati. Eitthvað hafði kokkurinn misstigið sig við eldunina en hvað um það. Þegar við vorum að borða kom hótelstýran og spjallaði við okkur. Fljótlega kom ættfræðikunnátta Guðbjarts að góðum notum. Hann komst að því að hún var ekki svo fjarskyld honum og með jafn mikinn áhuga á ættfræði og hann sjálfur. Spjölluðu þau mikið saman um fjarskylda ættingj Það er friðsælt í Reykhólasveitinnia og fannst henni að hún gæti ekki úthýst ættingja sínum. Því fengum við inni í sumarbústað sem er við hliðina á Hótelinu en hann er aðallega notaður fyrir rútubílstjóra sem aka hópum sem kaupa gistingu á Hótelinu. Þar var fyrir einn rútubílstjóri á ferð með 20 til 30 10 ára krakka og 4 kennara í skólaferðalagi. Hann sagði að það væri mjög líflegt og aðdáunarvert hvernig kennararnir gætu stýrt liðinu.  Það var gott að vera í húsi eftir tvær nætur í tjaldi svo ekki sé talað um að komast í sturtu eftir þriggja daga hjólferð. Dagleiðin þennan dag var 45 km og var ágætt að hún var ekki lengri því veðrið var svo gott og umhverfið fallegt.

Alla leiðina höfum við passað að púlsinn fari ekki yfir 130 slög á mínútu og kemur það mjög vel út. Við erum ekki neitt þreyttir aðallega aumir af að sitja á hnakknum.

Í öllum hristingnum á malarveginum í Svínadalnum tapaði ég einum vatnsbrúsa af þrem. Þannig að ef einhver finnur hvítan vatnsbrúsa þar þá á ég hann.

Fyllt á tankana fyrir Bröttubrekku. Fjallið Baula í baksýn

Það var hér, við rætur Bröttubrekku þegar Guðbjartur var á ferðalagi með fjölskylduna sumarið 1973 sem hann hóf að kenna afkomendunum fluguveiðar. Þær fólust í því að taka tappan úr kókflösku, hella slatta af kóki í hann og setja á grasið. Bíða svo rólegur þar til hunangsflugurnar komu að fá sér sopa. Ekki þurfti að bíða lengi og var fljótlega mikið fjör í kringum tappann. Þetta vakti að sögn mikla lukku og furðu hjá smáfólkinu.

 

 

[Tómstund.net] [Fjölskyldan] [Ferðalög] [Vefsíður] [GPS dótakassinn]