BuiltWithNOF
Danmerkurferð  í júní 2008

Ferðin til Danmerkur með Halla tengdapabba er saga um vinskap tveggja pennavina þeirra Ninnu tengdamömmu og Palle Högild sem bæði eru látin. Þau skrifuðust á frá 1938 og fram að dauða Palle 1988. Mikill vinskapur hafði myndast milli þeirra og höfðu bæði heimsótt hvort annað með fjölskyldum sínum. Palle hafði oft nefnt það að ef hann félli fyrr frá yrði Ninna að koma og skála í brennivíni yfir gröf hans. Því miður lést Ninna áður en af þessu gat orðið og ákvað Halli að efna loforðið. Það var því í Júni 2008 sem lagt var í hann til Danmerkur. Þá var búið að hafa samband við Niels son Palle og konu hans Lilian. Hann þekkti söguna vel og var meira en tilbúinn að taka á móti okkur og vísa okkur leiðina að grafreitnum. Hann hóaði einnig í systkini sín þau Kristin, Ole og Jens. Við hittumst svo öll á lagardeginum 8 júni og áttum góðan dag saman. Dag sem Niels hafið skipulagt frábærlega. Fyrst var farið til Roskilde að skoða víkingaskiptasafn svo var farið til Helsinge þar sem grafreitun Lilian og Palle er. Þar voru gróðursett blóm og skálað eins og ráð var fyrir gert. Við vorum sammála um að við höfum sjaldan séð jafn fallegan grafreit.

Svo bauð Niels okkur í grillveislu þar sem hann er með hjólhýsið sitt. Mjög fallegur staður úti við Fredriksværft. Á sunnudeginum var okkur svo boðið í brunch heim til Kirsten og Lærke dóttur hennar.

Niels, Marianne, Kristin og Ole. Mange tak til jere allesammen for den dejlige modtagelse I gav os. Vi haaper at vi ses snart í Island.

Mange tak og pa gensyn. . Halli, Svenni & Ása, Helga & Kjartan, Inga Lóa & Jón.

[Tómstund.net] [Fjölskyldan] [Ferðalög] [Vefsíður] [GPS dótakassinn]