BuiltWithNOF
GPS dótakassinn

Í GPS dótakassanum finnur þú krækjur á ýmsar GPS vefsíður sem mér finnast áhugaverðar.

Það er með þennan dótakassa eins og aðra að það hleðst ofan á þá. Þannig sekkur eldra dótið neðar og neðar ef ekki er verið að gramsa í því. Til þess að þú þurfir ekki að gramsa mikið þá ætla ég að leggja nokkur helsu atriði kassans við festar hér efst á síðunni þér til hægðarauka.

Ég var að ferðast með honum Guðbjarti vini mínum um daginn upp á Grímsfjalli. Þar var 20° frost og skildum við Garmin 12MAP tækið eftir í bílnum yfir nóttina. Kíktu á ferðasöguna og sjáðu hvaða áhrif kuldi getur haft á áræðanleika GPS tækja.

 Þar skal fyrstan nefna hann Larry vin minn í USA en hann býr til Garmin GPS tengi þannig að nú getur þú búið til þína eigin Garmin kapla.  Á síðunni hans Larry finnur þú líka hvernig þú átt að panta tengin en Larry og hans umbar sem hann kallar Pfarnc” (fbr. frank) dreifa þessum tengjum á nýstárlegan hátt.

Tengin hans Larrys gerðu það að verkum að Mark Zimmerman bjó til nýjan Garmin Spennu/serial kapal. Þar notar hann skott af dauðri mús (það var komin tími til að hægt væri að endurnýta þessar elskur) til þess að fá spennuna fyrir Garmin tækið úr lykilborðstengi fartölvunnar og jafnframt serial tengja tækið við hana. Kíktu við hjá Mark það er vel þess virði hann er með góðar leiðbeiningar þar. Þú getur allaveganna skoðað mótorhjólið hans ef þú hefur ekki áhuga á GPS.

Ef þú hefur ekki lóðbolta, tin eða áhuga á að búa til kapal þá get ég sem “Pfranc of Iceland” hjálpað með kapal. Sendu mér bara tölvupóst svenni hjá tomstund.net og láttu mig vita hvað þig vantar.

Síðan hans Alan Murphy þar sem hann býður GPSU forritið sitt er ágæt. Ég hef notað forritið til þess að lesa og skrifa punkta og ferla úr Garmin GPS 12CX tækinu mínu og hefur það gengið mjög vel. Forritið kostar núna að mig minnir 30$.

 

 

[Tómstund.net] [Fjölskyldan] [Ferðalög] [Vefsíður] [GPS dótakassinn]