BuiltWithNOF
Nýherjaferð 2000

Nýherjaferðin í febrúar (26-27) 2000 átti að vera létt helgarferð nokkurra starfsfélaga uppá Hveravelli og til baka. Þetta átti að vera létt þar sem bíllinn var nýkominn á 38”, allt annað mál en þegar við vorum hálf dreginn í Landmannalaugar (þá á 33”) tveim árum áður. Bílarnir sem lögðu í hann voru 3 Patrol (Svenni, Óskar og Guðjón), 2 Landcrusier (Úlfar og Hjálmar), Lapplander (Björgvin), Cherokee (Einar) og Land Rover (Sigursteinn). Í bílnum með mér og Ásu var Julian franskur strákur sem vann í Nýherja.  Lagt var af stað úr bænum til Gullfoss kl. 9. Mjög mikil snjókoma og blinda var á leiðinni. Kl. 12 voru allir komnir að Geysi og lagt af stað uppá Kjöl. Veðrið var alveg ágætt framanaf stilla 3-4 gráðu frost og skýjað. Færið var mjög þungt og sóttist ferðin mjög hægt. Vorum komnir á Bláfellsháls um fjögur leitið. Um kl. 7 þá við Árbúðir fréttum við að Hekla væri farin að gjósa. Ekki sáum við neitt til gossins vegna sjnókomu. (Við höfðum eiginlega vonað að kl. 7 værum við búnin að vera ca klukkustund í pottinum á Hveravöllum) Kl. 9 þegar við vorum við afleggeran upp í Kerlingafjöll fengum við á okkur öskufall (sem stóð í ca klst.) og varð snjórinn á alsvartur á augabragði og myrkrið eftir því. Þarna bættist fjórði Patrolinn í hópinn (Simmi) og lóðsaði hann okkur yfir Kjalhraun í Hveravelli og komum við þangað um miðnætti. Nokkru áður en við hittum Simma hafði Pajero (Jói) bættst í hópinn.
Þeir hörðustu tóku til við að grilla og fórum við að sofa um kl. 2

Vöknuðum kl. 9 a sunnudeginum. Þungbúið og farið að hvessa af norðri. Gosaska lá yfir öllu og nennti enginn í pottinn. Ca 6 gráðu frost. Ákveðið var að fara norður yfir Kjöl þar sem mönnum óaði við að fara sömu leið til baka og reiknuðu menn með að þetta yrði auðfarnara. Þegar við vorum rétt komin af stað skall á okkur stórhríð og sóttist ferðin nú mjög seint vegna lélegs skyggnis. Þegar við komum niður á veginn var mjög hált þar sem hann var auður og valt Lappinn út fyrir veg á Svínvetningabraut en sem betur fer slasaðist enginn. Gátum komið bílnum á réttan kjöl og uppá veginn aftur. Þar sem hann var settur í gang aftur og keyrt af stað á nýjan leik! Komum í Víðigerði kl. 6 Stoppuðum í rúma klst. og fengum okkur að borða. Stórhríðin sló ekkert af og eftir að hafa náð aðeins 13 km hraða á klst var ákveðið að fá inni í Reykjaskóla í Hrútafirði og vorum við þar rúmlega kl. 9 um kvöldið.

Vegna Heklugossins lagði fjöldi fólks af stað úr Reykjavík til þess að sjá gosið en vegna óveðurs urði 1500-2000 manns að húka við illan kost í bílum sínum í fleiri tíma á Hellisheiði og í Þrengslum

Vöknuðum kl. 7 á mánudagsmorgninum en þá var enn brjálað veður og lögðum við okkur aftur. Vorum komin í Staðarskála í morgunmat kl. 10. Ferðin yfir Holtavörðuheiði gekk vel þó ófær væri og hvass skafrenningur. Komum í bæinn um kl. tvö.

Það má segja að ferðalagið hafi gengið mjög vel. Það tók bara lengri tíma en reiknað var með.
Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni sem skýra sig vonandi sjálfar.

Myndirnar eru teknar af ýmsum ferðafélögum

Táknræn mynd fyrir ferðalagið: Allt gengur vel í góðum hópi

[Tómstund.net] [Fjölskyldan] [Ferðalög] [Vefsíður] [GPS dótakassinn]